Innflutningur Annar

Við flytjum inn hvaða vöru sem er frá Póllandi og Þýskalandi en getum líka útvegað vöru frá Eistlandi, Lettlandi, Litháen, Úkraníu, Hvíta Rússlandi og Rússlandi.

Við flytjum gáma reglulega til landsins. Flutningskostnaður á stærri og þyngri hlutum má reikna með að sé um 90-100 kr/kg komið til Grundarfjarðar. Minni sendingar eru dýrari í flutning, verðið eins og það var síðast (Okt 2022) var kr 126 kr per kg.

Það eru fá ef nokkur takmörk fyrir því hvað við getum flutt inn þar sem við rekum fyrirtæki í Póllandi sem kaupir allt inn fyrir okkur og erum við því ekkert háðir einkaleyfum hér á landi. Vegna þess við rekum fyrirtæki þar þá fáum við virðisaukaskattinn þar endurgreiddann. Með því móti er í raun pólski virðisaukinn að greiða fyrir vinnu Vélsmiðjunnar því almennt dugar það okkur fyrir okkar vinnu, með þeirri undantekningu að ef pantað er fyrir mjög stórar upphæðir þá hættum við að rukka ef við erum komnir í 1.000 evrur fyrir umsjón fyrir einstaka vöru. Þumalputtareglan er að vara þarf að kosta að minnsta kosti 100 þús til þess að það borgi sig að leita til okkar. Við höfum starfsmann í Póllandi sem getur fundið nær allt sem hugurinn girnist, ef það er selt á Íslandi þá er það nær örugglega selt þar, þetta er tæplega 40 milljón manna markaður. Og þessi markaður er nátengdur þeim Þýska, sem er tvöfalt stærri.

Við getum flutt hvað sem er inn, skiptir þá líka engu máli hvort um er að ræða byggingarefni, glugga, innihurðir, varahlutir, vélar, iðnaðartæki, … Það eina sem fólk þarf að vita er það þarf að vita nokkuð vel hvað það vill og þá getum við gefið tilboð. Því nákvæmari lýsing á því hvað það er sem þú hefur áhuga á að fá verð í, því einfaldara.
Vörur