Vélsmiðja Grundarfjarðar

Starfsfólk, vörur og verðskrá

Það sem við gerum:  Almenn vélsmíði, suðuvinna, bifvélavinna, skipavinna, smábátaþjónusta, rennibekkjavinna, smurþjónusta, dekkjaviðgerðir og skipti, sala á dekkjum, síum ofl.
Höfum í vinnu 2 skipasmiði, einn bifvélavirkja og einn menntaðann í rafmagni bifreiða.  
þetta er lítið fyrirtæki en með hátt menntunarstig í þessum fræðum. Við getum soðið nær hvað sem er, tic suða, soðið saman ál og járn ofl ofl.

Starfsmenn eru:
Remek S: 849 7276,  Þórður S: 898 5463 (Bókhald og reikningar),  Jan, Damian og Adam
Verðskrá er svo fyrir 2024:
Dagvinna = 9.203
Næturvinna = 16.294

Olíuskipti:
Vilji menn koma með síur og olíur þá er bara rukkað fyrir vinnu.
Eigum flestar gerðir af síum, perum og þurrkublöðum.

Öll dekk = Sama verð og á dekkjum í Dekkverk í kópavogi og flutningur vestur er frír.
Hér eru verðin hjá dekkverk;  http://dekkverk.is/

Helstu samstarfsaðilar eru; GA smíðajárn.  Við reynum að hafa alltaf sama útsöluverð og hjá þeim er , flutningur vestur er þá frír.  Við getum ekki lofað því algerlega þar sem verðskrá þeirra getur breyst hraðar en okkar, en við lofum því að selja vöruna á sama verði og hún var í útseldu hjá þeim þegar hún var keypt.  Það sama á við um flesta/alla okkar birgja.  Sömu sögu er þá að segja um m.a. Stillingu, Skeljung, SS Sport, Automatic ehf og fleiri.  Við erum umboðsmenn fyrir Skeljung, bæði erum við með mjög margar vörur frá þeim á lager en útvegum líka hvað sem er sem er innan þeirra línu.

Önnur verð:  það er of flókið að setja verð á öllum smáatriðum hingað á síðuna en við eigum þau í Excel skrá og það er minnsta mál að senda áhugasömum hana í tölvupóst.  Þar er allt sem við höfum einhverntímann selt og miklu meira en það.  Vinsamlegast sendið okkur bara tölvupóst og við sendum verðskránna um hæl.