Bobbingar og Rockhopperar

Við smíðum bobbinga fyrir togara. Við flytjum inn gúmmí í þá. Einnig erum við með Gúmmí-Rockhoppera. Bæði A og B týpu.



Umsögn:

Sóknarfæri í sjávarútvegi

Vélsmiðja Grundarfjarðar

Hergagnaverksmiðja í Póllandi framleiðir

hágæða rokkhoppera.

Vélsmiðja Grundarfjarðar hefur hafið innflutning frá Póllandi á rokkhopperum úr gúmmí fyrir togskip. Vörurnar eru framleiddar í pólskri ríkisverksmiðju sem fram til þessa hefur sérhæft sig í framleiðslu á gúmmívörum til hergagnaframleiðslu en er nú einnig farin að framleiða þessa vöru fyrir Vélsmiðju Grundarfjarðar til sölu á Íslandi og í Evrópulöndum. Þórður Áskell Magnússon, annar eigenda Vélsmiðju Grundarfjarðar, segir fyrirtækið nú að stíga fyrstu skrefin í markaðssetningu á rokkhopperunum hér á landi. Hann segir engan vafa að hér séu á ferðinni rokkhopperar sem standist mikið álag við togveiðar á miðum við Ísland enda sé góð reynsla komin á notkun þeirra.  „Þetta er það sem koma skal“ sagði skipstjóri Pálínar Þórunnar, Snorri Snorrason.

Pressa gúmmíið við 70 tonna þrýsting

„Forsagan að þessum innflutningi er sú við erum talsvert í innflutningi á vörum frá Póllandi, meðal annars iðnaðarhúsum og ýmsum öðrum vörum. Í tengslum við það fengum við fyrirspurn um hvort við gætum útvegað gúmmí hringi í rokkhoppera en staðreyndin er sú að hráefni í þá er að verða af skornum skammti í heiminum. Í framhaldi að leit okkar í Póllandi, Úkraínu, Rússlandi, Eistlandi, Lettlandi Litháen, Hvíta-Rússlandi og Kína komumst við í samband við fyrirtæki í Póllandi sem er mjög virt í framleiðslu á gæðavörum fyrir hergagnaframleiðslu, meðal annars pressað gúmmí sem notað er inn í hjól á pólskum skriðdrekum sem og dekk fyrir hergagnaþotur. Þetta er pólskt ríkisfyrirtæki sem við heimsóttum sem framleiðir vörur úr hágæða gúmmí, pressað við 70 tonna þrýsting, sem er mjög mikið. Í framhaldinu var gerð tilraun með rokkhopperaframleiðsluna í verksmiðjunni.  Við fengum svo í framhaldi einkaleyfi til sölu á þeim í Evrópu,“ segir Þórður. Hann segir Pálínu Þórunn, togskip, hafa verið að reyna þessa rockhoppera með góðum árangri, svk skipstjóra Pálínu, Snorra Snorrasyni.

Gæðin kosta

„Skipstjórinn á Pálínu er hæstánægður með reynsluna rokkhopperana og segir þá standast allar gæðakröfur. Það er búið að reyna þá á mjög hörðum botni hér á miðunum og við hámarksálag. Þetta er vara sem vissulega kostar en viðskiptavinirnir eru líka að fá hámarks gæði í framleiðslu sem borga sig til lengri tíma litið,“ segir Þórður og bætir við að allir núverandi rockhopperar sé mjög gömul framleiðsla, gerð  úr gömlum dekkum af þungavinnuvélum sem áður unnu í námum hingað og þangað um heim. „Þetta var svo urðað, en það er búið að grafa þetta allt upp aftur og nýta í þessa framleiðslu“ sagði Þórður.  Vandinn er sá að lagerinn af slíku er að verða búinn í heiminum og þess vegna var orðið knýjandi að finna nýjar leiðir til framleiðslu á sterkum gúmmírokkhopperum sem ekki eru vírofin eins og nýlegri dekkk en þau eru öll vírofin.   Sem eru, vegna vírsins, ekki eins hentug fyrir togskip.  Miðað við þær vörur sem út úr þessu verkefni kom teljum við okkur vera mjög lánsama að hafa fundið þessa leið fyrir framleiðsluna í Póllandi og teljum að hún eigi fullt erindi í kröfuharðan sjávarútveg á Íslandi og víða um heim,“ segir Þórður og bendir á að fyrirtækið hafi nú þegar nokkurt magn af rokkhopperunum á lager, sem og vönduðum gúmmíbobbingum sem einnig er vara sem Vélsmiðja Grundarfjarðar hóf innflutning á fyrir skömmu.  „Þess utan er okkar vara stöðluð“ segir Þórður en allir skipstjórar á Íslandi þekkja að sú vara sem þeir kaupa er ekki stöðluð og því afar misjöfn að gæðum.
Þar sem hér er um að ræða sérframleiðslu fyrir okkur þá getum við fengið rokkhopperana í þeirri stærð og útfærslu sem hentar hverju og einu togskipi,“ segir Þórður.  Bæði hvað varðar þyngd, breidd og utanmál. 

Myndir eftir notkun:

Týpa B eftir 4 vikur í sjó
Líka týpa B eftir 4 vikur í sjó
Hér sést þessi sami Bobbingur, hann fór sem sagt á erfiðasta stað.
Önnur mynd af því sama
Týpa A eftir 4 vikur í sjó
Týpa A eftir 4 vikur í sjó
Einnig týpa A eftir 4 vikur.

A týpan er 18 cm þykk og 60 cm á hæð, vigtar 70 kg.

B týpan er 20 cm þykkt gúmmí og 62 cm á hæð, vigtar 73 kg

A Týpan er dýrari, mun dýrari, en endist mikið betur. B týpan nýtist betur sem efniviður í Bobbingalengjur en A sem hefðbundnir Rockhopperar.

Hér sjást Bobbingarnir: