Ártún 4

Næsta verkefni okkar er að reisa iðnaðarhús við Ártún 4. Það verður 800 fermetra hús, selt í 8 einingum. Hægt er auðitað hægt að kaupa fleiri en eina einingu og sleppa veggjum á mill ef menn svo vilja.
Verðið er ekki enn alveg komið 100% en við erum komnir með nokkkuð góða hugmynd, endanlegt verð verður komið í lok Agúst 2022. Til þess að festa kaup þarf að greiða 500.000 kr sem staðfestingargjald, sem ekki fæst endurgreitt af hætt er við. Við útvegum svo alla fjármögnun, eina sem þarf er auka veð fyrir einni milljón króna. Húsið verður selt fullfjármagnað, að frádregnu staðfestingargjaldi. Það verða steypt plön fyrir framan, einingarnar afhendar með keyrsluhurð, gönguhurð, vatni og rafmagni, ljósum í lofti, það verður klósett lögn í hverju bili en ekki uppsett klósett eða kaffi aðstaða. Sem sagt afhent nokkur hrátt. Plönin framan við húsið verða steypt, 8 metrar framan við hvert bil. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við millilofti. Byggingartími verður vor 2023 og þá verklok júlí 2023.
Hér fyrir neðan er ósamþykkt teikning sem gefur grófa mynd af því hvernig þetta mun líta út, lóð og hús.

Lóðin