Innflutningur Annar

Við flytjum inn hvaða vöru sem er frá Póllandi en líka frá Litháen, Úkraníu og Rússlandi.
Við flytjum gáma reglulega til landsins. Flutningskostnaður á stærri og þyngri hlutum má reikna með að sé um 50 kr/kg komið til Grundarfjarðar. Það eru fá ef nokkur takmörk fyrir því hvað við getum flutt inn þar sem við rekum fyrirtæki í Póllandi sem kaupir allt inn og erum við því ekkert háðir einkaleyfum hér á landi. Við höfum starfsmann í Póllandi sem getur gengið frá hverju sem er en við munum ekki sinna því ef fólk vill kaupa eitthvað sem kostar mjög lítið, en stærri hlutir og/eða dýrari er það sem við munum einbeita okkur að. Skiptir þá líka engu máli hvort um byggingarefni, glugga, innihurðir, varahlutir, vélar, iðnaðartæki, … er að ræða. Það eina sem fólk Þarf að vita er nákvæmlega hvað það vill og þá getum við gefið tilboð. Með alla áherslu á að fólk viti NÁKVÆMLEGA hvað það vill.
Dæmi um það sem við flytjum in eru lyftarar, vörubíladekk, suðugræjur, og listinn er endalaus.