Innflutningur Iðnaðarhúsa

Hér er síða með myndum af þeim húsum sem við höfum selt/reist.

Við erum með samning við fyrirtæki í Póllandi sem smíðar og reisir iðnaðarskemmur. Við getum gert tilboð í hvaða stærð af húsnæði sem er, bæði í efni sem og í uppsetningu.

Við vinnum á eftirfarandi máta:
Það dugar að senda okkur handskrifað eða teiknað gróft útlit á húsi til þess að við getum á innan við viku gefið hámarksverð, og þá miðað við að teikningin breytist ekki í höfuð atriðum.
Dugi það til að vekja áhuga væntanlegra kaupenda þá getum við látið teikna húsið í smáatriðum en sú vinna kosta, frá ca 350 þús en upp í 1-2 milljónir eftir stærð húsa. Sá kostnaður yrði samt innan þess verðs sem við skuldbundum okkur til að gefa út sem hámarksverð. Stærri hús, eins og þessi hér fyrir ofan, eru komin til Íslands á um 40 þús per fermeter. Inni í þeirri tölu eru teikningar, allt efni og flutningur frá Póllandi til Íslands. Það sem við gerum ekki er uppsetning á sökkli, gólfplötu, né sjáum við um vatn og rafmagn eða niðurföll. Teikning af sökklinum fylgir með og er inni í þessu hámarksverði. Ef við gerum tilboð, til dæmis í 1.500 fermetra skemmu – hámark 60 milljónir – þá getur sú tala lækkað eitthvað eftir því sem teikningin er nákvæmari en við skuldbindum okkur til að hún hækki ekki. Við til dæmis miðum öll verð miðað við 20 cm einangrun en hægt er að fá bæði mun þynnri sem og þykkari einangrun. Verð myndu þá lækka eða hækka ef viðskiptavinir vilja breyta úr 20 cm í eitthvað annað.

Við getum einnig séð um að reisa húsið, en það yrði fyrst og fremst pólska fyrirtækið sem selur húsin sem myndi reisa það í samstarfi við okkur í Vélsmiðju Grundarfjarðar. Það yrði líka gert í tilboðsvinnu. Einnig getum við gefið verð í milliveggi innanhúss. Bæði verð í efni sem og í uppsetningu. En tökum fram að við málum ekki, málum ekki né spöslum, setjum hvorki vatn né rafmagn.
Hér fyrir neðan eru myndir af þessum húsum, frágangur ofl.

Hér eru myndir af fyrsta húsinu sem við seldum og reistum. Það var reist árið 2021/2022, afhent 10. Júní 2022.
Þetta er Netagerð Guðmundar Runólfssonar hf og stendur á hafnargarðinum í Grundarfirði.
Allir sem til þekkja vita að ef hús getur staðið þar, þá stendur það hvar sem er á Íslandi. Veðrin þar, sunnanáttirnar, eru landsþekktar.


Næsta verkefni okkar er að reisa iðnaðarhús við Ártún 4. Það verður 800 fermetra hús, selt í 8 einingum. Hægt er auðitað hægt að kaupa fleiri en eina einingu og sleppa veggjum á mill ef menn svo vilja.
Verðið er ekki enn alveg komið 100% en við erum komnir með nokkkuð góða hugmynd, endanlegt verð verður komið í lok Agúst 2022. Til þess að festa kaup þarf að greiða 500.000 kr sem staðfestingargjald, sem ekki fæst endurgreitt af hætt er við. Við útvegum svo alla fjármögnun, eina sem þarf er auka veð fyrir einni milljón króna. Húsið verður selt fullfjármagnað, að frádregnu staðfestingargjaldi. Það verða steypt plön fyrir framan, einingarnar afhendar með keyrsluhurð, gönguhurð, vatni og rafmagni, ljósum í lofti, það verður klósett lögn í hverju bili en ekki uppsett klósett eða kaffi aðstaða. Sem sagt afhent nokkur hrátt. Plönin framan við húsið verða steypt, 8 metrar framan við hvert bil. Gert er ráð fyrir að hægt verði að bæta við millilofti. Byggingartími verður vor 2023 og þá verklok júlí 2023.
Hér fyrir neðan er ósamþykkt teikning sem gefur grófa mynd af því hvernig þetta mun líta út, lóð og hús.

Lóðin