Sauðárkrókur


Erum að fara byggja svona hús á Sauðárkrók, Borgarflöt 7. Bilin eru 100 fermetrar, húsið er 800 fermetrar.  Hægt er að kaupa samliggjandi bil án milliveggja vilji menn stærri einingar.  Húsið/einingin er afgreidd í þessu ástandi: Rafmagnskassi er kominn í einingu, ljós í loft og útihurð.  Rafmagn er komið á bílskúrshurð.  Heitt og kalt vatn er komið, klósett lögn er komin.  Ekki vaskur eða klósett.  Húsið er tómt, en tilbúið.  Hægt er að setja  milliloft þar sem til dæmis kaffistofa og klósett geta verið.  Milli loftin geta verið yfir hluta eða öllu húsi, er gert ráð fyrir þeim í upphafi og alltaf er hægt að bæta þeim við eftir á.  Þau þola 350 kg per fermetra. Húsið er afhent með steyptum plönum, 8 metra út frá húsi, beggja vegna á langhlið.

Útveggir eru einangraðir með poly-úritan frauði. 8 cm þykkt.
Loft er einangrað með poly-úritan frauði. 12 cm cm þykkt.
Milliveggir eru einangraðir með steinull. 12 cm þykkt.
Einangrað er undir botnplötu.

Systurhús þessa húss er Ártún 4 í Grundarfirði, ef fólk vill sjá nákvæmlega eins hús, frágang og annað.

Verð á hverju bili er kr 23.000.0000- Bilin eru seld án virðisauka, hann bætist ekki við.

Við getum útvegað frá Arion banka lán upp á 75%. Séu aðrar tryggingar til fyrir því sem út af stendur þá erum við reiðubúnir til að lána sjálfir fyrir 20% á sömu kjörum og Arion banki lánar 75%

Áætlaður byggingartími er: Gunnar Gísla, Kári og fleiri ætla að vera búnir að steypa sökkul og ganga frá lóð fyrir 1. Maí 2024. Þá reiknum við með að mæta á svæðið og reisa húsið, það tekur 6-8 vikur. Eftir það kemur Tengill hf og klártar rafmagn, það ætti að taka 4 vikur eða svo. Þannig að ef allt gengur 100% upp þá gætum við verið búnir í lok júlí eða byrjun ágúst. En við tökum það fram að þetta miðar við að allt gangi 100% upp.

Áhugasamir endilega hafið samand við Þórð Magnússon í síma 898-5463 eða sendið tölvupóst á vegr@vegr.is

Sum bil sem eru „frátekin“ (frátekin innan gæsalappa þar sem ekkert hefur verið staðfest með greiðslu enn, en eru frátekin þar til annað kemur í ljós) Með því að greiða 500.000 kr sem inngreiðsla á húsið er bilið endanlega skráð hjá okkur sem Selt. Ekki er greitt neitt annað inn á bilin fyrr en við afhendingu. þá er gengið frá eftir að loka úttekt hefur farið fram á húsinu. Þegar byggingarfulltrúi skilar loka úttekt sem sagt.
0101 – Selt
0102 – Selt
0103 – Selt
0104 – Selt
0105 – Selt
0106 – Selt
0107 – Selt
0108 – Selt
0109 – Selt
0110 – Selt